Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2018 | 10:16
Rétt að fresta orkupakkanum
Að tengjast uppboðsmarkaði ESB hækkar óhjákvæmilega raforkuna hér. ACER er stýriskrifstofa ESB fyrir markaðinn, hún er staðsett í Ljubljana í Slóveniu og stjórnar þaðan eftir eigin reglum. Með því að gangast undir þær, borga Íslendingar tengikabalinn sjálfir með hærra raforkuverði. Tengingin er hagur ESB en ekki okkar, hér eru ódýrar orkuaðlindir en ekki hjá þeim. Ef ESB vill tengjast Íslandi eiga þeir að borga tenginguna sjálfir og kaupa orku samkvæmt sérstökum samningi. Inn á uppboðsmarkaðinn höfum við ekkert að gera. Við tökum bara frá sjálfum okkur möguleikann á að sjá innlendri starfsemi eins og ylrækt og fiskiðnaði fyrir ódýrri raforku.
Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.3.2012 | 11:46
Rányrkja togaranna
Í ágætri grein Jónasar Bjarnasonar og Lýðs Árnasonar 17. þ.m. í Fréttablaðinu er minnt á rányrkju nútíma togveiða og tilraunir til að fá SÞ til að banna hana.
Ég var á togara á yngri árum, nú eru skipin miklu stærri, vélarnar 10 sinnum öflugri og bobbingarnir margfalt þyngri. Það sem var togveiðar hér áður er með nútímatækjum ekki veiðiskapur heldur útrýmingarherferð á lífríki sjávarins. Bobbingadræsa með 70 tonna jarðýtu á hvorum enda, er það verkfæri sem notað er til að útrýma regnskóginum í Brasilíu.
Við erum í þeirri undarlegu stöðu að kvótakerfið hefur mistekist sem friðunaraðgerð nema að einu leyti. Með því að kaupa upp allann bátakvóta er grunnslóðin mikið til friðuð. Þar er allt fullt af fiski en ekkert á togslóðinni nema slæðingur af grunnslóðinni, enda botninn þar búinn að vera.
Annað er líka umhugsunarvert, það litla magn sem má veiða af botnfiski er rétt mátulegt fyrir krókaveiðarnar, sem mundu taka þessi 150.000 tonn á grunnslóðinni fyrir brot af tilkostnaði togveiðanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Elíasson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar